Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 19. febrúar 2021 19:54
Victor Pálsson
Danmörk: Mikael spilaði lítið í sigri Midtjylland
Mynd: Getty Images
Mikael Neville Anderson kom inná sem varamaður hjá FC Midtjylland í kvöld sem spilaði við AaB í dönsku úrvalsdeildinni.

Mikael hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu á þessu tímabili en fékk nóg að spila í fyrra er Midtjylland varð danskur meistari.

Liðið stefnir að því að tryggja sér titilinn annað árið í röð og eftir 2-0 sigur í kvöld eru meistararnir komnir á toppinn.

Midtjylland er með 36 stig á toppid eildarinnar, tveimur stigum á undan Brondby sem á þó leik til góða.

Mikael kom við sögu þegar fjórar mínútur voru eftir en þeir Sory Kaba og Evander sáu um að skora mörk gestaliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner