Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mið 19. febrúar 2025 13:38
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Gylfi tjáir sig: Hefði átt að gera hlutina öðruvísi
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen og Gylfi Þór Sigurðsson.
Sölvi Geir Ottesen og Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson segir í viðtali við 433.is að það séu margar ástæður fyrir því að hann vildi yfirgefa Val. Hann náði að knýja fram sölu til Víkings og var kynntur nýr leikmaður félagsins í gær.

„Við vorum svolítið frá því í lokin að keppa við efstu liðin, mér leið þannig að mig langaði að takast á við nýja áskorun," segir Gylfi um eina tímabil sitt hjá Val og talar um að hafa viljað taka þátt í því sem er í gangi hjá Víkingi.

Gylfi segist hafa tjáð Val þann 4. febrúar að hann vildi fara annað. Hann segir að atburðarásin í skiptunum hefði ekki átt að þróast svona: „Þetta er leiðindamál hvernig þetta endaði, báðir aðilar sitthvoru megin við borðið myndu gera þetta öðruvísi ef þetta kæmi upp aftur."

Komið út í algjör leiðindi
Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði í pistli að með frammistöðu sinni gegn ÍA í Lengjubikarnum um síðustu helgi hafi Gylfi sýnt liðinu og félaginu vanvirðingu. Gylfi viðurkennir að hafa ekki lagt sig fram.

„Ég hef reynt að leggja mig 100 prósent fram, á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik, þangað til kannski á móti ÍA. Þar var þetta komið í algjör leiðindi, ég veit það alveg sjálfur að eftir á að hyggja hefði ég átt að tækla þetta öðruvísi. Þetta var orðið mjög súrt, komið í rangan farveg. Ég hefði átt að gera hlutina öðruvísi, þetta var bara ákvörðun sem ég tók og þetta endaði eins og þetta endaði," segir Gylfi.

„Ég tjáði þeim það 4. febrúar að ég vildi fara, þetta var í gangi fyrir leikinn á móti Fjölni. Þar var málið í farvegi en ekki komið í nein leiðindi, síðan var hausinn kominn annað og málið komið aðeins lengra en vikuna áður. Þetta var komið í algjör leiðindi.“

Kemur pabba mínum ekki við
Hann segist hafa verið erfitt að velja á milli Breiðabliks og Víkings. Það hafi spilað inn í ákvörðunina hversu oft Víkingar hafa reynt að fá hann til sín. Faðir og bróðir Gylfa hjálpuðu til við að knýja skipti hans til Víkings og notuðu þar meðal annars fjölmiðla. Gylfi segir að ákvörðunin hafi þó algjörlega verið sín.

„Hingað til hef ég ráðið ferðinni á mínum ferli, ég valdi Víking af því að mig langaði þangað. Það kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta," segir Gylfi í viðtalinu við 433.is.
Og allt í einu er Gylfi kominn í Víking
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner