Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. mars 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Koeman: Barcelona klásúlan færist núna til 2021
Koeman spjallar við Gareth Southgate síðasta sumar.
Koeman spjallar við Gareth Southgate síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
EM í sumar var frestað og fer fram á næsta ári í staðinn. Ronald Koeman er landsliðsþjálfari hollenska landsliðsins sem er öruggt með sæti á mótinu.

Koeman hefur sagt frá því í vetur að hann sé með klásúlu í samningi sínum að hann geti hætt hjá landsliðinu og tekið við draumastarfinu.

Koeman er sagður hafa mikinn áhuga á að taka við Barcelona en nú hefur klásúlan færst um eitt ár vegna frestunnar EM.

Koeman var á sínum tíma leikmaður Barcelona og var á árunum 1998-2000. Núverandi stjóri Barcelona er Quique Setien.
Athugasemdir
banner
banner
banner