Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   lau 19. apríl 2025 15:38
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Aston Villa og Newcastle: Watkins fremstur - Óbreytt hjá gestunum
Ollie Watkins byrjar hjá Villa
Ollie Watkins byrjar hjá Villa
Mynd: EPA
Aston Villa og Newcastle United mætast í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:30 á Villa Park í dag.

Liðin eru bæði í baráttu um Meistaradeildarsæti en Newcastle er í 3. sæti með 59 stig á meðan Villa er í 7. sæti með 54 stig.

Ollie Watkins er fremstur hjá Villa og þá koma þeir Tyrone Mings, Ian Maatsen og Marco Asensio einnig inn í liðið.

Eddie Howe nefnir sama byrjunarlið sjöunda leikinn í röð.

Aston Villa: Martinez; Cash, Mings, Konsa, Maatsen; Kamara, Tielemans; Rogers, Asensio, McGinn; Watkins.

Newcastle: Pope; Trippier, Schar, Burn, Livramento; Guimaraes, Tonali, Joelinton; Murphy, Isak, Barnes.
Athugasemdir