Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. maí 2022 20:46
Brynjar Ingi Erluson
England: Everton bjargaði sér frá falli með ótrúlegum endurkomusigri
Dominic Calvert-Lewin fagnaði marki sínu vel og innilega
Dominic Calvert-Lewin fagnaði marki sínu vel og innilega
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Everton 3 - 2 Crystal Palace
0-1 Jean-Philippe Mateta ('21 )
0-2 Jordan Ayew ('36 )
1-2 Michael Keane ('54 )
2-2 Richarlison ('75 )
3-2 Dominic Calvert-Lewin ('85 )

Everton bjargaði sér formlega frá falli í kvöld með ótrúlegum 3-2 endurkomusigri á Crystal Palace á Goodison Park.

Það var jafnræði með liðunum til að byrja með. Richarlison átti skot í þverslá úr aukaspyrnu á 16. mínútu áður en Jean-Philippe Mateta kom gestunum yfir með skalla eftir aukaspyrnu frá Eberechi Eze.

Jordan Ayew var heppinn að sleppa með spjald á 35. mínútu er hann fór í ljóta tæklingu á Anthony Gordon og innan við mínútu síðar gerði hann annað mark Palace. Eftir mikinn vandræðagang í teig Everton varði Jordan Pickford skot Wilfried Zaha fyrir Ayew sem skoraði.

Heimamenn 2-0 undir í hálfleik en liðið kom með gríðarlegan kraft í síðari hálfleikinn.

Michael Keane minnkaði muninn á 54. mínútu. Vitaliy Mykolenko átti aukaspyrnu sem Mason Holgate lagði fyrir Keane með hausnum og enski varnarmaðurinn átti ekki í neinum vandræðum með að skora af stuttu færi.

Brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison jafnaði metin á 75. mínútu með laflausu skoti. Seamus Coleman átti fyrirgjöf frá hægri inn í teiginn. Dele Alli tók boltann á bringuna áður en hann lét vaða en skot hans var slappt og fór af Joachim Andersen og fyrir Richarlison sem jafnaði metin.

Þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma kom sigurmarkið. Dominic Calvert-Lewin gerði það með skalla eftir aukaspyrnu Demarai Gray og ætlaði allt um koll að keyra á Goodison.

Everton tókst að halda út og fagnaði 3-2 sigri. Úrslitin þýða það að Everton er öruggt með sæti sitt í deildinni og situr liðið nú í 16. sæti með 39 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner