Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   mið 19. júní 2024 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Ný ásýnd á heimavelli og starfsmönnum Vals
N1 völlurinn á Hlíðarenda.
N1 völlurinn á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fékk Víking í heimsókn í stórleik umferðarinnar í Bestu-deild karla í gær en það sem vakti helst athygli þegar komið var að vellinum var ný ásýnd vallarins og starfsmanna hans.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

Fyrir tímabilið var tilkynnt að völlur Vals að Hlíðarenda hafi fengið nafnið N1 völlurinn og kæmi í stað Origo vallarins.

Það tafðist hinsvegar að setja upp merkingar nýja styrktaraðilans utan á leikvanginn en landsleikjahléið hefur verið nýtt í endurhalningu.

Þó ekki bara á vellinum sjálfum því starfsmenn vallarins hafa fengið glæsilega appelsínugula jakka og ljóst að það mun ekki fara framhjá neinum hverjir þeir eru.

Myndirnar tala sínu máli.
Athugasemdir
banner
banner
banner