Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 19. júní 2024 22:54
Elvar Geir Magnússon
Southgate ætlar að stilla upp sama liði
Jude Bellingham og Trent Alexander-Arnold.
Jude Bellingham og Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: EPA
Enska landsliðið fékk nokkra gagnrýni eftir 1-0 sigurinn gegn Serbíu í fyrsta leik EM en fjölmiðlar segja að þjálfarinn Gareth Southgate ætli ekki að gera neina breytingu á sínu byrjunarliði.

England mætir Danmörku í Frankfurt klukkan 16 á morgun og verður Trent Alexander-Arnold áfram á miðsvæðinu. Trent fékk gagnrýni eftir leikinn gegn Serbíu en hann vann ekki neina tæklingu þær 69 mínútur sem hann spilaði.

Það verður þó að horfa til þess að það er aðallega Declan Rice sem á að sinna varnarhlutverkinu á miðjunni.

Annar leikmaður sem hefur verið gagnrýndur er Phil Foden en Southgate er ósammála þeirri gagnrýni.

„Mér fannst Phil skila framúrskarandi vinnu fyrir okkur á sunnudaginn. Aðrir fengu athyglina en hann vann vel fyrir liðið og sýndi leikgreind sína. Við vorum virkilega ánægðir með hann," segir Southgate.

Luke Shaw getur ekki spilað á morgun en hann hefur enn ekki náð að æfa að fullu. Hann er eini náttúrulegi vinstri bakvörðurinn í enska hópnum.

Líklegt byrjunarlið Englands: Pickford; Walker, Stones, Guehi, Trippier; Alexander-Arnold, Rice; Saka, Bellingham, Foden; Kane.
Athugasemdir
banner
banner