Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 19. ágúst 2021 08:50
Elvar Geir Magnússon
Hver er Charlie Kane? - Bróðirinn sem stýrir öllu bak við tjöldin
Charlie Kane á HM í Rússlandi 2018.
Charlie Kane á HM í Rússlandi 2018.
Mynd: Getty Images
CK66 í stúkunni.
CK66 í stúkunni.
Mynd: Getty Images
Harry Kane. Maðurinn sem allir eru að tala um.
Harry Kane. Maðurinn sem allir eru að tala um.
Mynd: EPA
Stærsta félagaskiptafrétt sumarsins, fyrir utan Lionel Messi, snýst um Harry Kane sem Manchester City vill kaupa frá Tottenham. Hingað til hafa ekki verið nein læti eða dramatík í kringum Kane á hans ferli en nú er staðan önnur.

Sagt er að Kane hafi látið það skýrt í ljós við forráðamenn Tottenham að hann vilji fara en félagið vill ekki selja. City hefur ekki enn komið með tilboð sem fær Tottenham skipta um skoðun en á meðan reynir Kane að setja þrýsting á skipti til Englandsmeistarana.

Maðurinn sem er miðpunkturinn í öllu bak við tjöldin er Charlie Kane, bróðir og umboðsmaður Harry Kane. Það er þessi óþekkti bróðir sem hefur reynt að ganga frá stærsta samningi í sögu breska fótboltans.

Margar af stærstu stjörnum fótboltans eru undir þekktum umboðsmönnum eins og Jorge Mendes, Mino Raiola eða Kia Joorabchian. Harry Kane ákvað hinsvegar að leita til fjölskyldunnar og eldri bróðir hans hefur séð um hans mál.

Charlie Kane er eigandi umboðsskrifstofunnar CK66. Starfstitill sem hljómar vel en sem stendur er viðskiptavinurinn bara einn; Harry Kane.

Á heimasíðu CK66 er sagt að þar starfi sérfræðingar í samningamálum, auglýsingamálum, fjárhagsmálum og lögum, fjölmiðlun og lífsstíl. Heimasíðan er síðan skreytt með myndum af þeirra frægasta og reyndar eina viðskiptavini.

Sem „sérfræðingur" í samningamálum þá gekk Charlie Kane frá því að Harry Kane gerði sex ára samning við Tottenham fyrir þremur árum. Það vakti athygli hversu langur samningurinn var og núna eru enn þrjú ár eftir af honum.

Talað hefur verið um heiðursmannasamkomulag en Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham mun ekki selja nema rétta tilboðið kemur frá Manchester City.

Leiðindi hafa skapast, Charlie Kane fær mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum Tottenham og staðan tók beygju í sumar þegar Sun greindi frá því að Charlie hefði sagt í brúðkaupi sínu að bróðir sinn myndi fara til City.

Sagt er að Harry hafi núna ráðið nýja almannatengslaskrifstofu til að sjá um sín mál og Charlie verði í „aftursætinu" í komandi viðræðum. Hvort þær fréttir séu réttar á eftir að koma í ljós en orðspor leikmannsins meðal stuðningsmanna Tottenham hefur borið hnekki.

„Ertu að horfa Harry Kane?" var sungið á leikvangi Spurs þegar liðið vann Manchester City í fyrstu umferðinni um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner