Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
banner
   mán 19. ágúst 2024 22:51
Sölvi Haraldsson
Venni: Liðið rotaðist
Lengjudeildin
„Liðið rotaðist.“
„Liðið rotaðist.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við byrjuðum illa og vorum lengi í gang. Við vorum að spila við mjög sterkt lið. Við vorum undir fyrsta hálftímann og gerðum þetta auðvelt fyrir þá. Við vorum betri seinasta korterið í fyrri og í seinni hálfleik.“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir 1-0 tap gegn Aftureldingu í kvöld.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Þróttur R.

Þróttarar byrjuðu illa og fengu sigurmarkið á sig í byrjun leiks.

Við lesum leikinn í smástund og Afturelding ná að refsa okkur. Það sem í raun og veru gerist er að við erum slegnir, liðið rotaðist sem var alls ekki gott að sjá. Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri bara 1-0 og það tekur minna en 10 sekúndur að skora eitt mark. Mér fannst Afturelding orðin örvæntingarfullt í lokin og komust upp með ýmislegt til að stöðva okkur.“

Í seinni hálfleik var allt annað að sjá Þróttara. Þeir voru mikið meira með boltann en sköpuðu sér lítið.

Við náðum ekki að skapa okkur mikið af dauðafærum. Þettta eru 45 mínútur sem eru í boði og við þurfum bara eitt færi til að gefa okkur markið sem var í boði. Svo var þetta undir lokin farið að molna. Þeir fara að henda sér á okkur þegar við erum að komast í gegn í lokin.

Þrátt fyrir stöðuna í deildinni segir Venni að þetta hafi ekki verið úrslitaleikur um umspilssætið.

Þetta var svosem enginn úrslitaleikur, þetta er ekki búið. Þetta var mikilvægur leikur. Afturelding er með sterkt lið og við erum á útivelli og allt það og erum 1-0 undir. Það sem ég er ánægðastur með er að sjá mína menn ekki koðna og gefast upp heldur bíta frá sér. Maður sá löngunina og baráttuna. Við núlluðum Aftureldingu út í seinni hálfleik en það vantaði herslumuninn til að hrifsa til okkar stigin.

Viðtalið við Sigurvin má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner