Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 19. september 2021 13:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki vera spá og spekúlera hvað er að gerast í Kaplakrika"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson var til viðtals á föstudag í kjölfarið á fréttamannafundi Víkinga þar sem tilkynnt var um komu Arnórs Borg Guðjohnsen og að Kári Árnason yrði yfirmaður fótboltamála.

Arnar var spurður út í leik Víkings gegn KR sem fer fram á Meistaravöllum og hefst klukkan 16:15 í dag. Á sama tíma fer fram leikur FH og Breiðabliks á Kaplakrikavelli.

„Þetta verður spennuþrunginn dagur held ég. Hrikalega erfiðir útileikir sem bæði lið eru að fara í, Breiðablik og við. Bæði lið eru á mikilli sigurgöngu núna. Blikar eru örugglega búnir að vinna 10-11 leiki og við 6-7 leiki. Þetta verður skrítinn dagur líka, taugarnar verða þandar til hins ýtrasta."

„Það er mín ábyrgð sem þjálfari liðsins að spennustigið verði rétt og að við séum bara að einbeita okkur að okkar verkefni en ekki vera spá og spekúlera hvað er að gerast í Kaplakrika. Svo sjáum við bara til,"
sagði Arnar.

Víkingur spilaði framlengdan leik gegn Fylki á miðvikudag. Eru allir klárir?

„Já, það eru allir klárir. Það er smá hnjask náttúrulega eftir 120 mínútur á móti Fylki en það eru allir klárir," sagði Arnar að lokum.

Sjá einnig:
Með smá grænt í hjartanu en vonar innilega að Víkingur vinni titilbaráttuna (viðtal við Karl Friðleif)
„Hrikalega stoltur af Víkingum að hafa náð að landa svona stórum bita"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir