Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. nóvember 2020 23:44
Victor Pálsson
Ancelotti segist ekki vilja Isco
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, harðneitar því að félagið sé á eftir miðjumanninum Isco sem leikur með Real Madrid.

Ancelotti þekkir Isco vel en þeir unnu saman hjá Real frá 2013 til 2015 og spilaði Spánverjinn 53 leiki undir hans stjórn.

Everton styrkti miðjuna verulega í sumar en félagið fékk Allan frá Napoli, Abdoulaye Doucoure frá Watford og James Rodriguez frá Real.

Það er orðrómur um að Isco sé næsti maður á blað hjá Ancelotti en það er ekki rétt að hans sögn.

„Það er ekki rétt að ég sé á eftir Isco. Við erum ekki byrjaðir að hugsa um janúargluggann að svo stöddu," sagði Ancelotti.

„Eins og þeir orða það hérna þá eru þessi ummæli kjaftæði."
Athugasemdir
banner
banner
banner