Ísland lauk leik í riðli sínum í undankeppni EM með tapi gegn Portúgal í Lissabon. Portúgalska liðið flaug í gegnum riðilinn með því að vinna alla leiki sína.
Leikmenn Íslands sýndu baráttu og vilja gegn einu besta landsliði Evrópu.
Leikmenn Íslands sýndu baráttu og vilja gegn einu besta landsliði Evrópu.
Hákon Rafn Valdimarsson 8
Svíakonungur geislaði af sjálfstrausti í sínum fyrsta mótsleik fyrir landsliðið. Óhræddur við að koma út í bolta og stóð sig svo vel í sínum fyrsta landsleik þó hann hefði mögulega getað gert betur í öðru markinu.
Guðlaugur Victor Pálsson 7
Lék í hægri bakverðinum í þessum leik og hafði í nægu að snúast. Sýndi hörku og átti góðan leik.
Sverrir Ingi Ingason 8
Kletturinn í vörninni sýndi af hverju nauðsynlegt er að hann verði tilbúinn að reima á sig skóna í mars. Var öflugur gegn Ronaldo og félögum.
Hjörtur Hermannsson 7
Heldur áfram að sýna að hann er þarfur þjónn ef á þarf að halda.
Guðmundur Þórarinsson 7
Fékk sjaldséð tækifæri í byrjunarliðinu. Var að tengja býsna vel við Arnór Sig í fyrri hálfleik og var mjög traustur varnarlega.
Jón Dagur Þorsteinsson 6
Var væntanlega ósáttur við að byrja ekki gegn Slóvakíu og vildi sýna að sú ákvörðun hafi verið mistök. Átti eina af fáum marktilraunum Íslands í leiknum. Lenti í skemmtilegri glímu við Ronaldo í fyrri hálfleiknum.
Ísak Bergmann Jóhannesson 6
Kom inn í byrjunarliðið og gerði ágætlega úr sínu. Fékk gult spjald fyrir brot.
Jóhann Berg Guðmundsson 7
Það var hugur í manninum með fyrirliðabandið og hann keyrði upp ákveðnina í mönnum.
Arnór Sigurðsson 7,5
Var áberandi í sóknaraðgerðum Íslands í fyrri hálfleik þar sem við sóttum upp vinstra megin. Átti tvær marktilraunir og hefði getað skorað fyrsta mark leiksins.
Willum Þór Willumsson 6
Spilaði fremstur ásamt Alfreð. Stóð sig ágætlega þó hann hefði getað unnið fleiri skallabolta.
Alfreð Finnbogason 6
Í afskaplega erfiðri stöðu sem fremsti maður Íslands í fyrri hálfleik, fékk úr litlu og kom ekki oft við boltann. Tekinn af velli í hálfleik.
Varamenn:
Orri Steinn Óskarsson 6
Kom inn í hálfleik. Gerði vel þegar hann komst í boltann.
Andri Lucas Guðjohnsen 6
Inn á 62. mínútu og kom ágætur inn.
Arnór Ingvi Traustason 6,5
Inn á 62. mínútu. Meiddist gegn Slóvakíu en gat tekið þátt í kvöld. Kom flottur inn og átti skot sem endaði í stönginni.
Mikael Egill Ellertsson 6
Inn á 62. mínútu og kom ágætur inn.
Athugasemdir