Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   sun 19. nóvember 2023 21:48
Fótbolti.net
Lissabon
Einkunnir Íslands: Baráttuhugur - Hákon og Sverrir bestir
Hákon lék sinn fyrsta mótsleik.
Hákon lék sinn fyrsta mótsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverri var mjög öflugur.
Sverri var mjög öflugur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland lauk leik í riðli sínum í undankeppni EM með tapi gegn Portúgal í Lissabon. Portúgalska liðið flaug í gegnum riðilinn með því að vinna alla leiki sína.

Leikmenn Íslands sýndu baráttu og vilja gegn einu besta landsliði Evrópu.

Hákon Rafn Valdimarsson 8
Svíakonungur geislaði af sjálfstrausti í sínum fyrsta mótsleik fyrir landsliðið. Óhræddur við að koma út í bolta og stóð sig svo vel í sínum fyrsta landsleik þó hann hefði mögulega getað gert betur í öðru markinu.

Guðlaugur Victor Pálsson 7
Lék í hægri bakverðinum í þessum leik og hafði í nægu að snúast. Sýndi hörku og átti góðan leik.

Sverrir Ingi Ingason 8
Kletturinn í vörninni sýndi af hverju nauðsynlegt er að hann verði tilbúinn að reima á sig skóna í mars. Var öflugur gegn Ronaldo og félögum.

Hjörtur Hermannsson 7
Heldur áfram að sýna að hann er þarfur þjónn ef á þarf að halda.

Guðmundur Þórarinsson 7
Fékk sjaldséð tækifæri í byrjunarliðinu. Var að tengja býsna vel við Arnór Sig í fyrri hálfleik og var mjög traustur varnarlega.

Jón Dagur Þorsteinsson 6
Var væntanlega ósáttur við að byrja ekki gegn Slóvakíu og vildi sýna að sú ákvörðun hafi verið mistök. Átti eina af fáum marktilraunum Íslands í leiknum. Lenti í skemmtilegri glímu við Ronaldo í fyrri hálfleiknum.

Ísak Bergmann Jóhannesson 6
Kom inn í byrjunarliðið og gerði ágætlega úr sínu. Fékk gult spjald fyrir brot.

Jóhann Berg Guðmundsson 7
Það var hugur í manninum með fyrirliðabandið og hann keyrði upp ákveðnina í mönnum.

Arnór Sigurðsson 7,5
Var áberandi í sóknaraðgerðum Íslands í fyrri hálfleik þar sem við sóttum upp vinstra megin. Átti tvær marktilraunir og hefði getað skorað fyrsta mark leiksins.

Willum Þór Willumsson 6
Spilaði fremstur ásamt Alfreð. Stóð sig ágætlega þó hann hefði getað unnið fleiri skallabolta.

Alfreð Finnbogason 6
Í afskaplega erfiðri stöðu sem fremsti maður Íslands í fyrri hálfleik, fékk úr litlu og kom ekki oft við boltann. Tekinn af velli í hálfleik.

Varamenn:

Orri Steinn Óskarsson 6
Kom inn í hálfleik. Gerði vel þegar hann komst í boltann.

Andri Lucas Guðjohnsen 6
Inn á 62. mínútu og kom ágætur inn.

Arnór Ingvi Traustason 6,5
Inn á 62. mínútu. Meiddist gegn Slóvakíu en gat tekið þátt í kvöld. Kom flottur inn og átti skot sem endaði í stönginni.

Mikael Egill Ellertsson 6
Inn á 62. mínútu og kom ágætur inn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner