Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. janúar 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karitas verður með Blikum í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tilkynnti í dag að Karitas Tómasdóttir væri búinn að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við félagið.

Karitas á að baki 65 leiki fyrir Breiðablik og hefur í þeim skorað tuttugu mörk. Hún var valin leikmaður ársins hjá félaginu á síðasta tímabili og var í liði ársins.

Miðjumaðurinn kom frá Selfossi fyrir tímabilið 2021 og á að baki níu A-landsleiki. Hún var í nóvember valin á landsliðsæfingar þar sem valdir leikmenn úr íslensku deildunum komu saman.

Einhverjar sögusagnir voru um það að Karitas væri mögulega á förum frá Breiðabliki eftir að samningur hennar rann út eftir síðasta tímabil en hún ætlar sér að taka eitt tímabil til viðbótar hjá Breiðabliki, hið minnsta.
Athugasemdir
banner
banner