Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   mán 20. janúar 2025 09:06
Elvar Geir Magnússon
Man City gæti fengið Luiz - Neymar á heimleið
Powerade
Brasilíumaðurinn Vinicius.
Brasilíumaðurinn Vinicius.
Mynd: EPA
Vonandi er frábær helgi að baki hjá ykkur kæru lesendur. Ný vinnuvika er farin af stað og það er aldrei frí í slúðurheimum. BBC tók saman allt það helsta sem er í gangi.

Manchester City íhugar að fá brasilíska miðjumanninn Douglas Luis (26) lánaðan frá Juventus. Ítalska félagið vill að sett verði ákvæði um að City þurfi svo að kaupa hann í sumar. (Athletic)

Félög í Sádi-Arabíu hafa gríðarlegan áhuga á að fá sóknarleikmanninn Vinicius Jr. (24) frá Real Madrid. Framkvæmdastjóri deildarinnar segir það bara tímaspursmál hvenær hann komi. (ESPN)

Santos er í viðræðum um að fá brasilíska framherjann Neymar (32) aftur til félagsins. Santos hefur sent Al-Hilal í Sádi-Arabíu formlegt lánstilboð en Neymar kom upp úr unglingastarfi félagsins á sínum tíma. (Fabrizio Romano)

AC Milan hefur haft samband við Chelsea verðandi möguleg kaup á portúgalska framherjanum Joao Felix (25). (Calciomercato)

Juventus hefur áhuga á tveimur leikmönnum Chelsea - portúgalska varnarmanninum Renato Veiga (21) og enska varnarmanninum Ben Chilwell (28). (Football Italia)

Chelsea vill fá 40 milljónir punda fyrir enska miðvörðinn Trevoh Chalobah (25) eftir að hafa kallað varnarmanninn til baka úr láni hjá Crystal Palace. (Sun)

Annar leikmaður sem er ekki í stóru hlutverki hjá Chelsea, miðjumaðurinn Cesare Casadei (22), gæti verið á leið til Lazio eftir að félögin tvö færðust nær samkomulagi. (Sky Sports Italia)

Búist er við að 3-1 tap Manchester United gegn Brighton í gær verði síðasti leikur brasilíska kantmannsins Antony (24) í treyju United en munnlegt samkomulag náðist um lán til Real Betis í La Liga. (Fabrizio Romano)

Fyrrum stjóri Manchester United, Erik ten Hag, gæti komið í stað Nuri Sahin sem stjóri Borussia Dortmund ef liðið tapar gegn Bologna í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. (Florian Plettenberg)

Manchester United og Chelsea munu keppa við Bayern München um kaup á enska miðjumanninum Jamie Gittens (20) frá Dortmund í sumar. (Florian Plettenberg)

Real Madrid er tilbúið að gefast upp á að fá kanadíska vinstri bakvörðinn Alphonso Davies (24) en hann er að nálgast samkomulag um að framlengja samning sinn við Bayern München. (AS)

Juventus hefur áhuga á að fá Lloyd Kelly (26), varnarmann Newcastle, aðeins sjö mánuðum eftir að hann kom frá Bournemouth á frjálsri sölu. (Gianluca di Marzio)
Athugasemdir
banner
banner
banner