
Arnar Smári Arnarsson er genginn til liðs við Grindavík og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum félagsins í dag en Fótbolti.net sagði frá yfirvofandi félagaskiptum í gær.
Arnar Smári kemur til Grindavíkur frá Breiðabliki þar sem hann hefur leikið allan sinn feril.
Arnar Smári kemur til Grindavíkur frá Breiðabliki þar sem hann hefur leikið allan sinn feril.
Arnar Smári verður tvítugur í ár en hann á að baki keppnisleik í meistaraflokki með Blikum, leik í Bestu deildinni.
Úr tilkynningu Grindavíkur
Meiðsli hafa haldið aðeins aftur af Arnari á síðustu tímabilum en fram að því hafði hann unnið sér sæti í æfingahópi hjá meistaraflokki Breiðabliks.
„Við erum mjög spennt að fá Arnar Smára til liðs við okkur. Hann er ungur og metnaðarfullur leikmaður sem mun styrkja sóknarleik okkar á komandi tímabili,“ segir Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar komu Arnars Smára og hlökkum við til að sjá hann í gulu treyjunni á komandi tímabili í Lengjudeildinni.
Komnir
Matias Niemelä frá Vestra á láni
Arnar Smári Arnarsson frá Breiðabliki
Arnór Gauti Úlfarsson frá ÍR
Kristófer Máni Pálsson frá Breiðabliki
Sindri Þór Guðmundsson frá Reyni S.
Viktor Guðberg Hauksson frá Reyni S. (var á láni)
Árni Salvar Heimisson frá ÍA á láni
Breki Þór Hermannsson frá ÍA á láni
Ingi Þór Sigurðsson frá ÍA á láni
Farnir
Aron Dagur Birnuson í Stjörnuna
Sigurjón Rúnarsson í Fram
Kristófer Konráðsson í Fram
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson í Leikni
Einar Karl Ingvarsson í FH
Marinó Axel Helgason
Bjarki Aðalsteinsson
Ion Perelló til Spánar
Nuno Jorge Nobre Barbosa Malheiro til Ítalíu
Matevz Turkus til Slóveníu
Josip Krznaric til Slóveníu
Daniel Ndi (var á láni)
Ingólfur Hávarðarson í Reyni Sandgerði
Mathias Larsen í Þrótt V. (var á láni hjá Reyni)
Samningslausir
Kwame Quee (1996)
Athugasemdir