Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fim 20. mars 2025 11:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Smári í Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Grindavík
Arnar Smári Arnarsson er genginn til liðs við Grindavík og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum félagsins í dag en Fótbolti.net sagði frá yfirvofandi félagaskiptum í gær.

Arnar Smári kemur til Grindavíkur frá Breiðabliki þar sem hann hefur leikið allan sinn feril.

Arnar Smári verður tvítugur í ár en hann á að baki keppnisleik í meistaraflokki með Blikum, leik í Bestu deildinni.

Úr tilkynningu Grindavíkur
Meiðsli hafa haldið aðeins aftur af Arnari á síðustu tímabilum en fram að því hafði hann unnið sér sæti í æfingahópi hjá meistaraflokki Breiðabliks.

„Við erum mjög spennt að fá Arnar Smára til liðs við okkur. Hann er ungur og metnaðarfullur leikmaður sem mun styrkja sóknarleik okkar á komandi tímabili,“ segir Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar komu Arnars Smára og hlökkum við til að sjá hann í gulu treyjunni á komandi tímabili í Lengjudeildinni.

Komnir
Matias Niemelä frá Vestra á láni
Arnar Smári Arnarsson frá Breiðabliki
Arnór Gauti Úlfarsson frá ÍR
Kristófer Máni Pálsson frá Breiðabliki
Sindri Þór Guðmundsson frá Reyni S.
Viktor Guðberg Hauksson frá Reyni S. (var á láni)
Árni Salvar Heimisson frá ÍA á láni
Breki Þór Hermannsson frá ÍA á láni
Ingi Þór Sigurðsson frá ÍA á láni

Farnir
Aron Dagur Birnuson í Stjörnuna
Sigurjón Rúnarsson í Fram
Kristófer Konráðsson í Fram
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson í Leikni
Einar Karl Ingvarsson í FH
Marinó Axel Helgason
Bjarki Aðalsteinsson
Ion Perelló til Spánar
Nuno Jorge Nobre Barbosa Malheiro til Ítalíu
Matevz Turkus til Slóveníu
Josip Krznaric til Slóveníu
Daniel Ndi (var á láni)
Ingólfur Hávarðarson í Reyni Sandgerði
Mathias Larsen í Þrótt V. (var á láni hjá Reyni)

Samningslausir
Kwame Quee (1996)
Athugasemdir
banner
banner
banner