
Grindavík er samkvæmt heimildum Fótbolta.net búið að finna markmann fyrir komandi átök í Lengjudeildinni. Markmaðurinn er finnskur og heitir Matias Niemelä.
Hann mun skrifa undir samning við Vestra en verður svo lánaður til Grindavíkur, væntanlega einhver framtíðarhugsun þar hjá Vestra. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Niemelä er 23 ára og hefur allan sinn feril verið í Finnlandi, síðast hjá TPS. Hann lék á sínum tíma 11 leiki með U17 landsliði Finna.
Hann mun skrifa undir samning við Vestra en verður svo lánaður til Grindavíkur, væntanlega einhver framtíðarhugsun þar hjá Vestra. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Niemelä er 23 ára og hefur allan sinn feril verið í Finnlandi, síðast hjá TPS. Hann lék á sínum tíma 11 leiki með U17 landsliði Finna.
Niemelä er ekki eini leikmaðurinn sem Grindavík er að fá því Blikinn Arnar Smári Arnarsson er að ganga í raðir félagsins.
Arnar Smári er sóknarmaður sem fæddur er árið 2005 og spilaði einn leik í Bestu deildinni sumarið 2023. Hann lék með 2. flokki Breiðabliks á síðasta ári.
Í dag var svo tilkynnt að Lárus Orri Ólafsson væri búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Hann er 18 ára gamall, fæddur árið 2006 og leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður. Hann er náfrændi Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Lárus Orri er mjög efnilegur leikmaður sem leggur alltaf mjög hart að sér. Hann er með frábæra spyrnutæki og ég er mjög spenntur að fylgjast með framþróun hans á næstu árum," segir Haraldur Árni Hróðmarsson, en hann er þjálfari Grindavíkur.
Loks er búið að semja við Dennis Nieblas Moreno um að hann spili með liðinu í sumar. Hann er spænskur varnarmaður, 34 ára, sem lék með Grindavík í fyrra en fékk svo félagaskipti til Ítalíu í vetur og hefur spilað í D-deildinni þar í landi.

Dennis Nieblas
Athugasemdir