Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fim 20. mars 2025 21:18
Brynjar Ingi Erluson
Logi spjaldaður fyrir að mótmæla öðru marki Kósóvó - Var brotið á Hákoni?
Icelandair
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið er lent undir á móti Kósóvó, 2-1, ytra, í umspili Þjóðadeildarinnar í kvöld. Markið þótti afar umdeilt og vildi íslenska liðið fá aukaspyrnu í aðdraganda þess en fékk ekki.

Lestu um leikinn: Kósovó 2 -  1 Ísland

Elvis Rexhbecaj stal boltanum af Hákoni fyrir framan teig íslenska liðsins og skaut síðan boltanum í stöng og inn.

Hann fagnaði markinu á meðan íslensku leikmennirnir mótmæltu því harðlega enda töldu þeir að brotið hafi verið á Hákoni.

Af endursýningu að dæma þá er alveg ljóst að Rexhbecaj ýtti aðeins við Skagamanninum, en dómarinn taldi það ekki verðskulda aukaspyrnu.

Logi Tómasson fékk að líta gula spjaldið fyrir mótmæli og var síðan skipt af velli nokkrum mínútum eftir markið.

Markið má sjá hér fyrir neðan en dæmi nú hver fyrir sig.


Athugasemdir
banner