Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fim 20. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin í dag - Úrslitaleikir um alla Evrópu
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er gríðarleg spenna í Þjóðadeildinni í dag þar sem landslið mætast víðsvegar um Evrópu í úrslitaleikjum um sæti sín fyrir næstu leiktíð.

Það eru gríðarlega spennandi slagír A-deildinni þar sem stærstu þjóðir Evrópu mætast í 8-liða úrslitum.

Til gamans má geta að þjóðirnar sem mætast í A-deildinni í kvöld eiga allar mikla sögu sín á milli í innbyrðisviðureignum, að undanskildum leik Danmerkur gegn Portúgal.

Króatía og Frakkland eiga sína sögu þar sem þjóðirnar hafa meðal annars mæst í úrslitaleik HM í fortíðinni, alveg eins og Holland og Spánn.

Þýskaland og Ítalía eiga að lokum gríðarlega mikla sögu að baki bæði innan fótboltavallarins og utan hans.

Það eru fleiri leikir á dagskrá í dag og í kvöld. Tyrkland og Ungverjaland berjast um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar fyrir næstu leiktíð á sama tíma og Austurríki og Serbía gera slíkt hið sama. Grikkland mætir Skotlandi og Úkraína spilar við Belgíu í öðrum tveimur slíkum úrslitaleikjum.

Þá eru aðrar þjóðir að berjast um sæti í B-deildinni og má þar nefna Búlgaríu sem spilar við Írland, Slóvakíu sem mætir Slóveníu í nágrannaslag og Armeníu sem tekur á móti Georgíu í öðrum grannaslag.

Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu heimsækja að lokum Kósovó í úrslitaleik um sæti í B-deild.

Fyrri leikurinn fer fram í Kósovó í kvöld og eigast liðin aftur við í seinni leiknum í Murcia á Spáni á sunnudag.

A-deild - 8-liða úrslit
19:45 Króatía - Frakkland
19:45 Danmörk - Portúgal
19:45 Ítalía - Þýskaland
19:45 Holland - Spánn

Úrslitaleikir um sæti í A-deild
17:00 Tyrkland - Skotland
19:45 Austurríki - Serbía
19:45 Grikkland - Skotland
19:45 Úkraína - Belgía

Úrslitaleikir um sæti í B-deild
17:00 Armenía - Georgía
19:45 Kósovó - Ísland
19:45 Slóvakía - Slóvenía
19:45 Búlgaría - Írland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner