Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 20. apríl 2021 18:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tuchel treystir því að félagið taki rétta ákvörðun
Mynd: Getty Images
„Ég treysti því að félagið að það taki til greina hluti sem haldi sanngjarnri samkeppni í íþróttinni," sagði Tomas Tuchel, stjóri Chelsea, í viðtali fyrir leikinn gegn Brighton í dag.

„Þetta er pirrandi því þetta er ekkert í okkar höndum og hefur truflað undirbúning. Við lögðum hart að okkur að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Við erum í þessu fyrir slíka hluti. Ég var í rútunni í 45 mínútur í rútunni, að bíða eftir leyfi til að komast á völlinn. Ég get ekki sagt þér neitt."

„Mín skoðun er sú að ég er hjá stóru félagi sem er samkeppnishæft á öllum sviðum og það er ástæðan fyrir því að ég er hér. Við gáfum allt í leikinn gegn enska bikarnum til að komast í úrslitaleikinn. Ég veit ekki nóg og veit ekki um pólítíkina í þessu."

Chelsea var í kvöld fyrsta félagið til að tilkynna að félagið ætlaði sér ekki að vera með í Ofurdeildinni. Áform um þá deild hafa vakið mikla reiði í knattspyrnusamfélaginu.
Athugasemdir
banner
banner