Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 20. ágúst 2021 23:00
Victor Pálsson
„Spörkum aðeins í hann og sjáum úr hverju hann er gerður"
Mynd: EPA
Alan Hutton, fyrrum leikmaður Aston Villa, hefur tjáð sig um hvernig var að vinna með Jack Grealish hjá félaginu á sínum tíma.

Hutton og Grealish voru samherjar á Villa Park en sá síðarnefndi var keyptur til Manchester City í sumarglugganum á 100 milljónir punda.

Skilaboðin voru skýr um leið og Grealish byrjaði að æfa með aðalliðinu en þar ákváðu aðrir leikmenn að láta hann finna fyrir því og sjá viðbrögðin.

Miðað við orð Hutton þá var Grealish alls ekki viðkvæmur á æfingasvæðinu en hann er vanur því að sparkað sé í hann í keppnisleikjum í dag.

„Spörkum aðeins í hann og sjáum úr hverju hann er gerður! Hann var frábær. Það var hægt að sjá ótrúleg gæði í honum aðeins 16 ára gamall," sagði Hutton.

„Hann hefur átt góða og slæma tíma. Hann var ungur drengur og missteig sig í nokkur tímabil en allir hjá Villa vissu hversu megnugur hann væri og þetta snerist um að gefa honum tækifæri á að tjá sig."

„Það sem hann gerir í leikjum er nákvæmlega það sem hann gerir á æfingum. Eftir að hafa horft á hann þroskast og eftir að hafa spilað með honum þá kemur það mér ekki á óvart að hann sé kominn á toppinn."
Athugasemdir
banner
banner