Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. desember 2020 14:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert ekki í hóp fyrir „neikvætt hugarfar" - Elías heiðraður
Albert Guðmundsson á æfingu hjá AZ.
Albert Guðmundsson á æfingu hjá AZ.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson er utan hóps þegar AZ Alkmaar mætir WIllem II í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Hollenskir fjölmiðlar höfðu fjallað um að Albert yrði utan hóps í dag þar sem hann hefur verið látinn æfa með varaliðinu undanfarna daga.

Albert hefur verið ónotaður varamaður hjá bráðabirgðaþjálfara AZ, Pascal Jansen. Voetbalzone segir að Jansen sé að refsa Alberti en ekki er vitað fyrir hvað. Fram kemur á AD að Jansen sé að refsa Alberti fyrir neikvætt hugarfar.

Albert klúðraði dauðafæri þegar AZ tapaði fyrir NK Rijeka frá Króatíu í Evrópudeildinni. AZ Alkmaar féll úr leik í Evrópudeildinni en fyrir það var Slot rekinn eftir að fréttir bárust af því að hann væri í viðræðum við Feyenoord og mikill titringur myndaðist innan félagsins.

Pascal Jansen tók við til bráðabirgða eftir að Slot var rekinn en hann hafði verið hans aðstoðarmaður.

Elías spilaði í tapi
Sóknarmaðurinn Elías Már Ómarsson spilaði allan leikinn þegar Excelsior tapaði 1-0 fyrir Cambuur á heimavelli í hollensku B-deildinni. Excelsior er í 13. sæti deildarinnar, en Elías var heiðraður fyrir leikinn í dag fyrir að vera markahæstur í fyrsta þriðjungi deildarinnar. Hann er búinn að skora 17 mörk í 17 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner