Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. janúar 2020 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Howe: Yrðum að sýna fólki að við værum ekki búnir
Howe getur brosað eftir sigur kvöldsins.
Howe getur brosað eftir sigur kvöldsins.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, knattpsyrnustjóri Bournemouth, var sáttur eftir sigur sinna manna á Brighton í kvöld, 3-1. Þetta var fyrsti deildarsigur Bournemouth á árinu, en liðið er áfram í fallsæti þrátt fyrir sigurinn.

„Mér líður betur. Brighton er gott lið og þeir gerðu okkur erfitt fyrir snemma í leiknum. Ég er mjög ánægður með karakterinn hjá leikmönnunum."

„Þetta er risastór sigur fyrir okkur. Við vissum að við yrðum að koma okkur aftur í baráttuna og sýna fólki að við værum ekki búnir. Mér fannst við rétt svo eiga sigurinn skilið."

„Vonandi breytir þessi sigur stöðunni fyrir okkur. Við héldum að það myndi gerast eftir sigurinn á Chelsea fyrir nokkrum vikum, en það gerðist ekki. Þetta lítið skref fram á við, en samt eiginlega stórt skref."

„Þetta geta ekki verið bara ein góð úrslit og búið. Við þurfum að halda áfram," sagði Howe.

Bournemouth er í 18. sæti með 23 stig, jafnmörg stig og West Ham í 17. sæti. West Ham á þó tvo leiki til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner