lau 21. mars 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Celtic gefur 150 þúsund pund til þeirra sem þurfa á því að halda
Mynd: Getty Images
Skoska félagið Celtic hefur gefið hvorki meira né minna 150 þúsund pund í sjóð sem notaður er til að aðstoða fjölskyldur í áhættuhópum vegna kórónuveirunnar, ellilífeyrisþega, þá einstaklinga sem hafa lent í fjárhagslegum vandræðum, heimilislausa og heilbrigðisstarfsfólk.

Hundrað- og fimm þúsund pund nema tæplega 25 milljónum íslenskra króna.

Einangrun og félagsleg fjarlægð (e. social distancing) þykir núna nauðsynleg fyrir ákveðna hópa - svo sem aldraða og þá sem eru með undirliggjandi heilsuvandamál.

Celtic Foundation, góðgerðarsamtök Celtic, ætla að gera tilraun til að hringja í félagsmenn sína og aðra sem eru einir á þessum tímum.

Celtic ætlar sér að fæða um 250 manns, þar á meðal fólk sem starfar í heilbrigðisgeiranum, þrisvar á dag á Celtic Park. Félagið setur einnig áherslu á aukna mataraðstoð til þeirra einstaklinga sem eru í mestri áhættu út af kórónuveirunni og til þeirra sem einangraðir eru.

„Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða og hughreysta það fólk sem þarf hvað mest á því að halda," sagði Peter Lawwell, framkvæmdastjóri Celtic.

Fjölmörg knattspyrnufélög hafa tekið höndum saman til að hjálpa þá sem þurfa mest á því að halda á þessum óvissutímum.

Sjá einnig:
Manchester-félögin koma saman og gefa 100 þúsund pund
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner