Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. mars 2021 11:34
Ívan Guðjón Baldursson
Björgvin um brottrekstur Tryggva: Tilraun sem mistókst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson var rekinn úr þjálfarastöðu sinni hjá Kormáki/Hvöt í gær eftir að hafa mætt til starfa undir áhrifum áfengis.

Björgvin Brynjólfsson, formaður meistaraflokksráðs Kormáks/Hvatar, sendi leikmönnum liðsins bréf í gær.

„Stjórn meistaraflokksráðs hefur sagt upp samningi við Tryggva sem þjálfara liðsins. Við þurfum ekki að fara í langt mál með ástæðurnar," segir Björgvin í bréfinu.

„Þetta var tilraun sem mistókst."

Tryggvi er goðsögn í íslenska boltanum og býr yfir reynslu úr þjálfun eftir að hafa verið hjá ÍBV og Vængjum Júpíters.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner