Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 21. apríl 2023 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berglind Rós gæti spilað á Íslandi í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Rós Ágústsdóttir gekk í raðir Sporting de Huelva á Spáni í janúar eftir að hafa í tvö tímabil á undan leikið með Örebro í Svíþjóð.

Sjá einnig:
Spörkuðu í rassinn á Berglindi - „Tækifæri sem kemur mögulega aðeins einu sinni"

Um síðustu helgi spilaði hún sinn áttunda leik fyrir félagið og var það hennar þriðji byrjunarliðsleikur. Í lok leiks upplifði Berglind í fyrsta skiptið að geta fagnað sigri með liðinu, langþráð tilfinning.

Huelva vann Valencia 1-2 á útivelli og er liðið tveimur stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir.

Í viðtali í janúar sagði Berglind að samningurinn væri út tímabilið og svo yrði staðan tekin með framhaldið. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru yfirgnæfandi líkur á því að Berglind sé á leið heim og gæti því spilað í Bestu deildinni seinni hluta tímabilsins. Tímabilinu á Spáni lýkur ekki fyrr en 20. maí og þá er glugginn á Íslandi lokaður og opnar ekki aftur fyrr en 18. júlí.

Í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn var sagt að Berglind gæti verið á leið í Breiðablik.
Heimavöllurinn: Lokaspá og upphitun fyrir Bestu
Athugasemdir
banner
banner