Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   þri 21. maí 2024 17:25
Elvar Geir Magnússon
Alex Þór og Ívar Örn í bann - Reiði liðsstjórinn fékk tvo leiki
Alex Þór Hauksson.
Alex Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Aganefnd KSÍ fundaði í dag eins og venjan er á þriðjudögum. Alex Þór Hauksson, miðjumaður KR, og Ívar Örn Árnason, varnarmaður KA, hafa safnað fjórum áminningum í Bestu deildinni og verða ekki með í næstu umferð.

Alex missir af leik KR gegn Vestra næsta laugardag og Ívar tekur ekki þátt í leik KA gegn Stjörnunni í Garðabæ á sunnudeginum.

Í banni í bikarnum
Andri Fannar Stefánsson verður ekki með KA gegn Fram í 8-liða úrslitum bikarsins seinna í þessum mánuði, Frans Elvarsson verður ekki með Keflavík gegn Val og Hólmar Örn Eyjólfsson verður í banni hjá Valsmönnum. Frans fékk tveggja leikja bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn ÍA.

Reiði liðsstjórinn fékk tveggja leikja bann
Halldór Steinsson, liðsstjóri Fylkis, var dæmdur í tveggja leikja bann en hann hefur verið duglegur við að láta dómarana heyra það á milli þess sem hann fyllir á brúsana.

Halldór er búinn að afreka það að fá rautt spjald í bæði Bestu deild karla og kvenna í sumar sem liðsstjóri. Fylkir hefur fengið 40 þúsund krónur í sekt vegna þessara brottvísana.
Athugasemdir
banner
banner
banner