Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mán 21. ágúst 2023 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Framkvæmdastjóri Víkings: Kom engin formleg beiðni frá Breiðabliki
Af hverju óskaði Breiðablik ekki eftir því að færa Keflavíkurleikinn inn í landsleikjahléið?
Af hverju óskaði Breiðablik ekki eftir því að færa Keflavíkurleikinn inn í landsleikjahléið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það væri ósk Arnars Gunnlaugssonar að hjálpa, hann trúir á karma. En það kom aldrei neitt.
Það væri ósk Arnars Gunnlaugssonar að hjálpa, hann trúir á karma. En það kom aldrei neitt.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fótbolti.net ræddi við Harald V. Haraldsson, framkvæmdastjóra Víkings, í kjölfar fréttar um að leikur liðsins við Breiðablik hefði verið færður fram um sólarhring. Leikurinn verður spilaður á sunnudagskvöld í stað mánudagskvölds.

Fram kom í frétt Fótbolta.net fyrr í dag að Víkingur hefði neitað beiðni Breiðabliks um að spila leik liðanna í landsleikjahléinu. Haraldur segir það rangt.

„Það kom aldrei nein formleg beiðni frá Breiðabliki um að spila inni í landsleikjahléinu."

„En ég og Eysteinn (framkvæmdastjóri Breiðabliks) ræddum saman okkar á milli og þar kom fram að við gætum ekki spilað inni í landsleikjahléi, við værum að keppa um titilinn, værum með færeyskan landsliðsmann, U21 landsliðsmenn og spurning með Aron [og A-landsliðið]."

„Við getum ekki fært leiki ef við vitum ekki hvað við erum með marga landsliðsmenn, það á eftir að velja hópana, segir sig bara sjálft,"
sagði Haraldur.

„Ég sagði við Eystein frá fyrsta samtali að við yrðum tilbúnir að hjálpa Blikum á allan hátt, það væri ósk Arnars Gunnlaugssonar að hjálpa, hann trúir á karma. En það kom aldrei neitt."

„Ég spyr mig hins vegar, af hverju Breiðablik óskaði ekki eftir því að færa Keflavíkurleikinn inn í landsleikjahléið? Ef ég fer rétt með þá eru ekki landsliðsmenn í Keflavík og þá hefði það átt að vera hægt."

„Það hefði þá bara farið fyrir aftan 22. umferðina og verið klárað fyrir úrslitakeppnina. Þá hefðu Blikar fengið frí fram að útileiknum í Sambandsdeildinni,"
sagði Haraldur við Fótbolta.net.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner