Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 21. ágúst 2023 15:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Víking hafa neitað beiðni Breiðabliks - Spilað á sunnudag
Hiti á hliðarlínunni í síðasta leik liðanna.
Hiti á hliðarlínunni í síðasta leik liðanna.
Mynd: Fótbolti.net
Breiðablik reyndi að fresta leik sínum við Víking fram í næsta mánuð án árangurs í dag. Niðurstaðan er sú að leiknum verður flýtt um sólarhring; fer annað hvort fram klukkan 18:00 eða 19:15 næsta sunnudagskvöld. Upprunalegi leiktíminn var klukkan 19:15 á mánudagskvöld.

Þetta fékk Fótbolti.net staðfest frá Breiðabliki í dag.

Fyrirsögninni var breytt 16:05 eftir viðtal við framkvæmdastjóra Víkings.

Breiðablik vildi fresta leiknum en þegar það gekk ekki upp óskaði félagið eftir því að flýta honum um einn sólarhring til að bæta við einum sólarhring í undirbúning fyrir seinni leikinn við norður-makedónska liðið FK Struga í umspili fyrir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

„Leikurinn verður spilaður á sunnudeginum, Víkingur neitaði að spila í landsleikjahléinu og við þurftum bara að keyra á þetta. Það er betra að spila á sunnudaginn, þá fáum við aukadag fyrir seinni leikinn. Við hefðum viljað spila leikinn í landsleikjahléinu eða inni í úrslitakeppninni en það var ekki möguleiki," sagði Karl Daníel Magnússon við Fótbolta.net en hann er deildarstjóri afreksstarfs knattspyrnudeildar hjá Breiðabliki.

Sjá einnig:
Breiðablik skoðar hvort hægt sé að fresta leiknum gegn Víkingi - „Engin draumastaða"

Næstu þrír leikir Breiðabliks:
Fimmtudagur 24. ágúst, 15:00 Struga - Breiðablik í Norður-Makedóníu
Sunnudagur 27. ágúst, 19:15 Víkingur - Breiðablik á Víkingsvelli
Fimmtudagur 31. ágúst, 16:45 Breiðablik - Struga á Kópavogsvelli
Athugasemdir
banner
banner