Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 21. október 2020 14:56
Elvar Geir Magnússon
Heimild: WSJ 
Veiran dreifir sér ekki á keppnisvellinum - Mesta hættan í matsalnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
The Wall Street Journal hefur verið að fjalla um smitleiðir í íþróttum. Í grein sem birt var í morgun er fjallað um og færð rök fyrir því að smit eigi sér ekki stað inni á keppnisvellinum.

Það eru engin smit á milli leikmanna í NFL í leikjum og á milli andstæðinga. Smit tengd íþróttamönnum eru að koma upp í matsalnum og öðru utan vallar.

Tennesseee Titans og Minnesota Vikings spiluðu leik í NFL á dögunum, eftir leikinn greindust átta leikmenn Titans með Covid og voru þeir smitaðir í leiknum. Á næstu dögum smituðust fleiri leikmenn Titans en enginn leikmaður Vikings greindist.

„Veiran virðist ekki dreifa sér milli liða á vellinum. Það er í takt við reynslu úr öðrum atvinnuíþróttum sem hafa verið leiknar í heimsfaraldrinum," segir í greininni.

Samkvæmt grein blaðsins virðist mesta hættan á smitum vera utan æfinga og keppni.

„Það er allt annað sem er vandamálið. Ferðalögin og að deila búningsklefum sem dæmi. Og það sem virðist hættulegra en allt annað: Það er að borða saman."
Athugasemdir
banner
banner