Enska úrvalsdeildin fór aftur í gang eftir landsleikjagluggann. Arsenal er á toppnum en liðið vann Fulham með marki Leandro Trossard. Það er hinsvegar enginn fulltrúi úr liðinu sem kemst í lið umferðarinnar sem Troy Deeney, sérfræðingur BBC, sér um að velja.
Markvörður: Martin Dubravka (Burnley) - Hélt hreinu þrátt fyrir að Leeds hafi verið með xG upp á 2,4. Fékk á sig 19 skot í 2-0 sigri Burnley.
Varnarmaður: Reece James (Chelsea) - Sannkölluð fyrirliðaframmistaða í 3-0 sigri gegn Forest. Frábær í hægri bakverðinum og kórónaði með marki.
Varnamaður: Josh Acheampong (Chelsea) - 19 ára gamall framtíðarmiðvörður Chelsea. Gríðarlega spennandi og sýndi mikla yfirvegun.
Varnarmaður: Axel Tuanzebe (Burnley) - Var algjört skrímsli í þessum sigri gegn Leeds. Kyle Walker var líka frábær við hlið hans.
Varnarmaður: Harry Maguire (Manchester United) - Maður helgarinnar. Algjör leiðtogi í sigri Manchester United gegn Liverpool á Anfield og skoraði sigurmarkið. Hversu oft hefur hann verið afskrifaður?
Varnarmaður: Nico O'Reilly (Manchester City) - Leikið frábærlega sem vinstri bakvörður og verður betri með hverjum leiknum. Öflugur ungur leikmaður sem átti stoðsendingu í 2-0 sigri gegn Everton.
Miðjumaður: Moises Caicedo (Chelsea) - Besti varnartengiliði heimsfótboltans í dag. Allir leikmenn Chelsea stigu upp þegar hann mætti, gerir alla í kringum sig betri.
Miðjumaður: Yehor Yarmolyuk (Brentford) - Úkraínumaðurinn var frábær í sigri Brentford gegn West Ham.
Sóknarmaður: Erling Haaland (Manchester City) - Hvað mun hann enda með mörg mörk? Skoraði bæði gegn Everton.
Sóknarmaður: Jean-Philippe Mateta (Crystal Palace) - Skoraði gegn Íslandi á Laugardalsvelli og skoraði svo þrennu í 3-3 jafntefli Palace gegn Bournemouth. Fékk reyndar dauðafæri til að skora svo sigurmarkið en brást þá!
Sóknarmaður: Danny Welbeck (Brighton) - Skoraði bæði mörk Brighton í 2-1 sigri gegn Newcastle. Er Thomas Tuchel að horfa?
Stjórinn: Unai Emery (Aston Villa) - Lið hans var marki undir gegn Tottenham en breytingar hans skiluðu sigri.
Athugasemdir