Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 21. nóvember 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ágúst Orri í Breiðablik (Staðfest)
Fagnar hér marki með Breiðabliki tímabilið 2023.
Fagnar hér marki með Breiðabliki tímabilið 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á æfingu með aðalliði Genoa síðasta vetur.
Á æfingu með aðalliði Genoa síðasta vetur.
Mynd: Aðsend
Fyrirliði í leik með U19 landsliðinu.
Fyrirliði í leik með U19 landsliðinu.
Mynd: Aðsend
Ágúst Orri Þorsteinsson er kominn aftur heim í Breiðablik en félagið kaupir hann frá ítalska félaginu Genoa. Ágúst Orri skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2028.

Ágúst Orri er nítján ára kantmaður sem seldur var til Genoa frá Breiðabliki fyrir rúmu ári síðan en hann snýr nú aftur heim í uppeldisfélagið.

Fótbolti.net fjallaði um það fyrir helgi að um Ágúst Orri yrði dýrasti leikmaður sem íslenskt félag hefur keypt. Samkvæmt nýrri upplýsingum er Aron Bjarnason sá dýrasti en kaupverðið á Ágústi getur hækkað og er ekki langt frá því sem Breiðablik greiddi fyrir Aron síðasta vetur.

Hann lék sinn fyrsta U21 landsleik gegn Póllandi á dögunum og var einn allra besti leikmaður landsliðsins í leiknum.

Hann hafði sett stefnuna á að komast í aðallið Genoa en leiðin þangað er löng og samkvæmt heimildum fannst Ágústi betra skref að koma aftur heim á þessum tímapunkti.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner