Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keylor Navas búinn að finna sér nýtt félag
Keylor Navas.
Keylor Navas.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Keylor Navas hefur samið við Newell's Old Boys í Argentínu og kemur hann til félagsins á frjálsri sölu.

Navas hefur átt virkilega flottan feril í Evrópu þar sem hann vann Meistaradeildina þrisvar sinnum með Real Madrid.

Hann spilaði einnig fyrir Levante, Paris Saint-Germain og Nottingham Forest.

„Ég er tilbúinn og mjög ánægður að takast á við þessa nýju áskorun," segir Navas.

Navas, sem er 38 ára, spilaði 114 landsleiki fyrir Kosta Ríka en hann er hættur að spila með landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner