Markvörðurinn Keylor Navas hefur samið við Newell's Old Boys í Argentínu og kemur hann til félagsins á frjálsri sölu.
Navas hefur átt virkilega flottan feril í Evrópu þar sem hann vann Meistaradeildina þrisvar sinnum með Real Madrid.
Navas hefur átt virkilega flottan feril í Evrópu þar sem hann vann Meistaradeildina þrisvar sinnum með Real Madrid.
Hann spilaði einnig fyrir Levante, Paris Saint-Germain og Nottingham Forest.
„Ég er tilbúinn og mjög ánægður að takast á við þessa nýju áskorun," segir Navas.
Navas, sem er 38 ára, spilaði 114 landsleiki fyrir Kosta Ríka en hann er hættur að spila með landsliðinu.
Athugasemdir