Liverpool færðist nær Englandsmeistaratitlinum og Leicester féll formlega úr ensku úrvalsdeildinni. Troy Deeney, sérfræðingur BBC, hefur valið úrvalslið umferðarinnar.
Markvörður: Dean Henderson (Crystal Palace) - Hefur átt frábært tímabil og hélt hreinu gegn Bournemouth þrátt fyrir að Palace missti mann af velli.
Varnarmaður: Marc Guehi (Crystal Palace) - Var lykillinn að því að Palace náði stigi þrátt fyrir að hafa lent manni færri.
Varnarmaður: Milos Kerkez (Bournemouth) - Reglulega í liði vikunnar. Skapaði hættuleg færi gegn Palace en liðsfélagar hans nýttu sér það ekki.
Miðjumaður: Youri Tielemans (Aston Villa) - Sýndi gæði sín í 4-1 sigri gegn Newcastle þar sem hann stýrði spilinu á miðsvæðinu.
Sóknarmaður: Bryan Mbeumo (Brentford) - Skoraði tvö og lagði upp eitt í 4-2 sigri gegn Brighton. Algjörlega frábær leikmaður.
Sóknarmaður: Leandro Trossard (Arsenal) - Greip tækifærið og skoraði tvö virkilega góð mörk í 4-0 sigrinum gegn Ipswich.
Sóknarmaður: Ollie Watkins (Aston Villa) - Skoraði, lagði upp og bjó til alls konar vandræði fyrir Newcastle.
Athugasemdir