Manchester City tryggði sér enska meistaratitilinn um helgina, þriðja árið í röð. Newcastle er búið að innsigla Meistaradeildarsætið og Manchester United vantar aðeins eitt stig til að gera slíkt hið sama. Hér er lið vikunnar, valið af Garth Crooks, sérfræðingi BBC.
Markvörður: David Raya (Brentford) - Miðpunktur athyglinnar þegar Brentford vann 3-1 sigur gegn Tottenham eftir að hafa lent undir.
Varnarmaður: Kieran Trippier (Newcastle United) - Á stóran þátt í því að Newcastle er komið í Meistaradeildina. Þvílíkur leikmaður. Liðið tryggði sætið með 0-0 jafntefli gegn Leicester.
Miðjumaður: Jarrod Bowen (West Ham) - Hamrarnir eru komnir í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar og búnir að innsigla áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni. Bowen bauð upp á stoðsendingu og mark í 3-1 sigri gegn Leeds.
Miðjumaður: Casemiro (Manchester United) - Brassinn hefur breytt miklu fyrir Manchester United. Skoraði frábært sigurmark gegn Bournemouth.
Sóknarmaður: Bryan Mbeumo (Brentford) - Þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Ivan Toney er í banni og þá stígur þessi gæi bara upp.
Athugasemdir