mið 22. júní 2022 11:28
Elvar Geir Magnússon
Mane til Bayern München (Staðfest) - Skrifaði undir til 2025
Sadio Mane skrifaði undir til 2025.
Sadio Mane skrifaði undir til 2025.
Mynd: Bayern
Mynd: EPA
Sadio Mane er formlega orðinn leikmaður Bayern München og skrifaði undir samning til 2025. Á heimasíðu Liverpool er sagt að hann kveðji félagið sem goðsögn.

„Í hans 269 leikjum fyrir félagið þá skilaði Mane 120 mörkum, 38 stoðsendingum og óteljandi bros og minningar," stendur í grein Liverpool.

Herbert Hainer, forseti Bayern München, tjáir sig um komu Mane á heimasíðu Þýskalandsmeistarana:

„Sadio Mane er alheimsstjarna og koma hans undirstrikar aðdráttarafl FC Bayern og mun auka áhuga á þýsku deildinni í heild sinni. Stuðningsmenn koma á völlinn til að sjá svona leikmenn. Það er frábært að fá hann," segir Hainer.

Mane: Bayern er rétt félag á réttum tímapunkti
„Líf mitt hefur alltaf snúist um áskoranir. Þegar ráðgjafi minn upplýsti mig um áhuga Bayern í fyrsta sinn þá fylltist ég spennu og eldmóði," segir Mane sem er 30 ára gamall.

„Ég sá sjálfan mig strax fyrir mér þar. Í mínum huga er þetta rétta félagið á réttum tímapunkti. Þetta er eitt stærsta félag heims og berst alltaf um alla titla sem eru í boði."

„Ég fann góða tilfinningu þegar Bayern kynnti áætlanir sínar fyrir mér. Ég sá mig smellpassa inn í þessar áætlanir."

Mane er að yfirgefa Liverpool sem þegar hefur fengið til sín mann til að fylla hans skarð, úrúgvæska sóknarmanninn Darwin Nunez.


Athugasemdir
banner
banner
banner