Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   lau 22. júní 2024 12:43
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea að kaupa Kellyman fyrir 19 milljónir
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar keppast við að greina frá því að Chelsea er að kaupa Omari Kellyman frá Aston Villa.

Chelsea mun borga 19 milljónir fyrir Kellyman, sem er aðeins 18 ára gamall.

Enzo Maresca, nýráðinn þjálfari Chelsea, hefur miklar mætur á táningnum og er búist við að hann verði í leikmannahóp Chelsea á komandi leiktíð.

Kellyman er landsliðsmaður með U19 liði Englands og hefur komið við sögu í sex keppnisleikjum með meistaraflokki Aston Villa.

Aston Villa er á sama tíma að kaupa Ian Maatsen frá Chelsea fyrir um 40 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner