Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lið vikunnar í enska - Onana í búrinu eftir tvöfalda markvörslu
Mynd: EPA
BBC hefur gefið út draumalið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni, en það er fyrrum úrvalsdeildarframherjinn Troy Deeney sem á lokaorðið um hvaða leikmenn komast í lið vikunnar hverju sinni.

Hann velur tvo varnarmenn úr liði Arsenal, þá Gabriel og Riccardo Calafiori, sem gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Manchester City í dag og tvo leikmenn úr liði Liverpool, Trent Alexander-Arnold og Luis Díaz, sem skoraði þrjú gegn Bournemouth í gær.

André Onana er á milli stanganna eftir að hafa bjargað meistaralega í markalausu jafntefli Manchester United gegn Crystal Palace, en Dean Henderson átti einnig stórleik á milli stanga Palace.

Sjáðu tvöfalda markvörslu Onana

Sam Morsy, miðjumaður Ipswich Town, er í liði vikunnar fyrir frammistöðu sína gegn Southampton og fær hinn bráðefnilegi Tyler Dibling, sem leikur fyrir Southampton, einnig að vera með.

Lið vikunnar hjá BBC:
Markvörður:
Andre Onana (Man Utd)

Varnarmenn:
Trent Alexander-Arnold (Liverpool)
Ezri Konsa (Aston Villa)
Gabriel (Arsenal)
Riccardo Calafiori (Arsenal)

Miðjumenn:
Sam Morsy (Ipswich)
Tyler Dibling (Southampton)
James Maddison (Tottenham)

Sóknarmenn:
Luis Diaz (Liverpool)
Nicolas Jackson (Chelsea)
Iliman Ndiaye (Everton)
Athugasemdir
banner
banner