
Þorsteinn Halldórsson gerði fimm breytingar í seinni hálfleik á sínu liði í leiknum gegn Tékklandi í kvöld.
Þær Svava Rós Guðmundsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Selma Sól Magnúsdóttir og Elísa Viðarsdóttir komu inn á.
Þær Svava Rós Guðmundsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Selma Sól Magnúsdóttir og Elísa Viðarsdóttir komu inn á.
Lestu um leikinn: Ísland 4 - 0 Tékkland
Umtalað er að Amanda Andradóttir getur enn valið að spila fyrir Noreg en hún þarf að spila fjóra leiki með íslenska liðinu til að festa hana í íslenska liðinu. Ingibjörg kemur inn og Elísa kemur inn í hægri bakvörðinn, tveir varnarmenn. Hver er hugsunin á bak við það?
Ingibjörg kom inn fyrir Dagnýju og spilaði djúp á miðju síðustu mínúturnar. Einhverjir spyrja sig af hverju Amanda hafi ekki spilað sinn annan landsleik fyrst staðan í leiknum var örugg.
„Breytingarnar voru að einhverju leyti til að leyfa leikmönnum að taka þátt í þessu. Það er samkeppni og tveir leikir í verkefninu. Hugsanlega verða einhverjir ekki klárir í næsta leik, það geta komið upp meiðsli, við vitum það ekkert núna. Það getur vel verið að ég þurfi að gera nokkrar breytingar sem eru út af meiðslum eða álagi," sagði Steini á fréttamannafundi í kvöld.
„Ég hugsaði hvernig er best að vinna Tékkana og ég get ekki verið í einhverjum leik um það hvort þessi eða hinn þurfi að spila. Ég spila á því liði sem ég tel best, geri þær skiptingar sem ég tel bestar á þeim tíma. Þannig held ég að flestallir þjálfarar hugsi," sagði Steini
Framundan er leikur gegn Kýpur á þriðjudag.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir