Troy Deeney sér um að velja lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni í hverri viku. Liverpool er með eins stigs forystu á Manchester City á toppi deildarinnar en Arsenal missteig sig og tapaði gegn Bournemouth um helgina. Hér er lið 8. umferðar.
Varnarmaður: Joel Veltman (Brighton) - Hjálpaði sínu liði að halda hreinu og vinna Newcastle. Yfirvegaður.
Sóknarmaður: Mohamed Salah (Liverpool) - Skorar alltaf í stóru leikjunum. Skoraði af vítapunktinum gegn Chelsea og var til vandræða fyrir vörn liðsins allan leikinn.
Sóknarmaður: Son Heung-min (Tottenham) - Innsiglaði sigur Tottenham þegar hann skoraði fjórða mark liðsins í 4-1 sigri gegn West Ham.
Athugasemdir