Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. nóvember 2020 10:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það er kjaftæði" - Wilder segir Klopp og fleiri eigingjarna
Mynd: Getty Images
Stjórar stóru félaganna á Englandi hafa kallað eftir því að leyfa fimm skiptingar í leik eins og var gert þegar fótboltinn fór aftur af stað eftir hlé í sumar. Chris Wilder, stjóri Sheffield United, segir þessa stjóra eigingjarna.

Í úrvalsdeildinni má einungis gera þrjár skiptingar en í öðrum stórum deildum má gera fimm skiptingar og úrvalsdeildarlið geta gert fimm skiptingar eins og önnur í Meistaradeildinni. Litið er á fimm skiptingar sem meiri kost fyrir stóru liðin þar sem þau eru með breiðari hópa, betri varamenn. Ekki náðust fjórtán atkvæði í úrvalsdeildinni í september sem þurfti til að halda áfram með fimm skiptinga kerfið.

Mikið álag er á liðum, sérstaklega þeim sem spila í Evrópu. Wilder er á því að fimm skiptingar myndu hafa slæm áhrif á félög eins og Sheffield. Liðið er í botnsæti deildarinnar.

„Spilin á borðið, hann er að passa upp á eigið félag," sagði Wilder um Jurgen Klopp, sem hefur ýtt eftir fimm skiptingum í leik.

„Ég hef mikla virðingu fyrir þessum bestu stjórum því þeir ná í bestu úrsltin og vinna hluti. En þeir eru eigingjarnir, þeir hugsa um sín félög. Þeim er alveg sama um Sheffield United, þeim er sama um England."

„Ég virði það að þeir hugsi um eigin félög. Ég myndi gera það sama en það myndi ekki hjálpa Sheffield að leyfa fimm skiptingar. Ég held ekki að almenningur myndi sýna því of mikinn skiling ef leikmenn sem fá 250 þúsund pund í vikulaun komast ekki í leikmannahóp stóru liðanna. Það er kjaftæði frá mínum bæjardyrum séð."

„Ég myndi ekki vorkenna þeim. Ef Manchester City er að spila í ytri Mongolíu á miðvikudagskvöld og verður að spila í hádeginu á laugardag þá verður liðið að spila í hádeginu á laugardag. Ef það hjálpar liði eins og Sheffield þá tökum við því, því þannig virkar fótboltinn."

„Tökum sem dæmi, er einhver stuðningsmaður City í sárum að Virgil van Dijk er meiddur? Er einher stuðningsmaður Manchester United eða Chelsea í sárum að van Dijk er meiddur í lengri tíma?"

„Staðan er ekki þannig því þeir eru að hugsa um eigið félag og ég er bara að hugsa um hagsmuni míns félags,"
bætti Wilder við.

Sheffield United tekur á móti West Ham klukkan tvö í dag.
Athugasemdir
banner
banner