Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   þri 22. nóvember 2022 12:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Ein óvæntustu úrslit í sögu keppninnar
Sádarnir fagna marki.
Sádarnir fagna marki.
Mynd: Getty Images
Messi kom Argentínu yfir.
Messi kom Argentínu yfir.
Mynd: Getty Images
Argentina 1 - 2 Saudi Arabia
1-0 Lionel Andres Messi ('10 , víti)
1-1 Saleh Al Shehri ('48 )
1-2 Salem Al Dawsari ('53 )

Ein óvæntustu úrslitin í sögu heimsmeistaramótsins í fótbolta voru að eiga sér stað rétt í þessu.

Lionel Messi og félagar í Argentínu voru að tapa gegn Sádí-Arabíu í fyrsta leik sínum á mótinu.

Argentínumenn voru - eins og búist var við - mun sterkari í fyrri hálfleiknum. Þeir fengu vítaspyrnu snemma leiks og skoraði Messi úr henni af öryggi.

Argentína gerði þrjú mörk til viðbótar í fyrri hálfleiknum en þau voru öll dæmd af vegna rangstöðu.

Í seinni hálfleik breyttist leikurinn hins vegar á mjög skömmum tíma. Leikurinn snerist á hvolf. Saleh Al Shehri jafnaði á 48. mínútu og stuttu síðar skoraði Salem Al Dawsari stórglæsilegt mark. Hann kom Sádí-Arabíu yfir.

Leikmenn Argentínu vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Ótrúlegur viðsnúningur.

Í kjölfarið vörðust leikmenn Sádí-Arabíu nánast óaðfinnanlega. Argentínska liðið var skelfilega lélegt í seinni hálfleik.

Sádí-Arabía náði að landa mögnuðum sigri og eru þetta klárlega einhver óvæntustu úrslit í sögu HM. Þetta er fyrsta tap Argentínu - sem þykir á meðal sigurstranglegustu liða keppninnar - í 36 leikjum. Eða er kannski rétt að segja núna: Þótti á meðal sigurstranglegustu liða keppninnar?
Athugasemdir
banner
banner