Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 22. nóvember 2022 10:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjú mörk dæmd af Argentínu - Ein mjög tæp rangstaða
Lautaro Martinez.
Lautaro Martinez.
Mynd: Getty Images
Það er kominn hálfleikur í leik Argentínu og Sádí-Arabíu. Fyrrnefnda liðið leiðir með einu marki.

Lionel Messi kom argentínska liðinu yfir með marki af vítapunktinum á 10. mínútu. Messi er fyrsti Argentínumaðurinn til að skora á fjórum heimsmeistaramótum.

Sjá einnig:
Messi búinn að skora á fjórum heimsmeistaramótum

Messi kom boltanum aftur í netið stuttu síðar en rangstaða var dæmt. Lautaro Martinez gerði svo mark, en aftur var dæmt rangstaða eftir VAR-skoðun.

Annað markið sem var dæmt af Argentínu var virkilega dæmt, svokölluð handakrikarangstaða. Mynd af því má sjá hér að neðan.

Þriðja markið var svo dæmt af Argentínu áður en fyrri hálfleikurinn var á enda. Aftur var það Martinez, en það var ekki eins tæpt.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner