Garth Crooks sérfræðingur BBC velur úrvalslið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liðið að þessu sinni nær yfir tvær helgar þar sem teygt var á síðustu umferð.
Varnarmaður: James Tarkowski (Everton) - Var sem klettur í vörn Everton í jafnteflinu gegn Villa og fleygði sér í alla bolta.
Miðjumaður: Kevin de Bruyne (Manchester City) - Mættur aftur með hvelli. Sá til þess að City vann þennan leik gegn Newcastle.
Miðjumaður: Alexis Mac Allister (Liverpool) - Magnaður á miðsvæði Liverpool í sigrinum gegn Bournemouth. Gerir hlutina vel og einfalt.
Miðjumaður: Rodrigo Bentancur (Tottenham) - Skoraði jöfnunarmark Tottenham gegn Manchester United og stóð upp úr í leiknum.
Sóknarmaður: Darwin Nunez (Liverpool) - Salah er í Afríkukeppninni en Liverpool raðar samt inn mörkum. Nunez skoraði tvö gegn Bournemouth.
Athugasemdir