Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í æfingaleikjum í dag, þar sem Ísak Andri Sigurgeirsson var í byrjunarliði Norrköping á meðan hinn efnilegi Jónatan Guðni Arnarsson sat á bekknum.
Norrköping gerði 2-2 jafntefli við Degerfors í dag, á meðan Haugesund sigraði gegn Mjondalen.
Birnir Snær Ingason, Gísli Eyjólfsson og félagar í liði Halmstad töpuðu þá gegn Oskarshamn á meðan Sogndal steinlá gegn Asane. Óskar Borgþórsson er hjá Sogndal.
Stefán Ingi SIgurðarson var í byrjunarliði Sandefjord sem sigraði Odd áður en Davíð Snær Jóhannsson byrjaði í tapi Álasunds gegn Kristiansund.
Norrköping 2 - 2 Degerfors
Oskarshamn 1 - 0 Halmstad
Mjondalen 1 - 3 Haugesund
Asane 4 - 0 Sogndal
Odd 0 - 2 Sandefjord
Kristiansund 2 - 1 Aalesund
Athugasemdir