Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   þri 23. apríl 2024 11:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ten Hag: Viðbrögð fjölmiðla til skammar
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var spurður út í viðbrögð fjölmiðla í kjölfar sigurs liðsins á Coventry í undanúrslitum enska bikarsins. United vann B-deildarliðið í vítaspyrnukeppni eftir að hafa leitt 3-0 í leiknum en missti þá forystu niður.

Það var ekki talað fallega um sigur United þar sem liðið glutraði niður forskoti í lok venjulegs leiktíma og Coventry skoraði svo mark í lok framlengingar sem var dæmt af eftir VAR-skoðun. United var gagnrýnt og var Ten Hag spurður út í umfjöllunina eftir leikinn.

Skiluru hana?

„Nei, alls ekki."

Af hverju ekki?

„Þið spurðuð hvort þetta væri vandræðalegt. Nei, það eru viðbrögðin ykkar sem eru vandræðaleg, þessi spurning. Toppfótbolti snýst um úrslit, við komumst í úrslit og við áttum það skilið, ekki bara út frá þessum leik heldur líka öðrum leikjum."

„Við misstum stjórnina í 20 mínútur og vorum líka óheppnir. Við vorum mjög heppnir í endan, það er klárt. Vítaspyrnunar voru mjög góðar og við komumst í úrslit, það er gríðarlegt afrek. Tvisvar núna á tveimur árum, það er stórkostlegt. Fyrir mig sem stjóri eru þetta fjórir bikarúrslitaleikir á fjórum árum. Það eru athugasemdirnar sem eru til skammar,"
sagði Ten Hag.

Það er mikil pressa á Ten Hag og margir sem telja að hann verði ekki stjóri United á næsta tímabili.
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Athugasemdir
banner
banner