Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. maí 2023 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið og leikmaður 3. umferðar - Þrjú lið jöfn á toppnum
Lengjudeildin
Sam Hewson.
Sam Hewson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron BIrkir Stefánsson.
Aron BIrkir Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marko Vardic.
Marko Vardic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrjú lið eru jöfn á toppi Lengjudeildarinnar þegar búið er að leika þrjár umferðir. Afturelding, Grindavík og Fjölnir eru öll með sjö stig en það vekur athygli að ÍA er á hinum enda töflunnar, í ellefta sæti, með aðeins tvö stig. Eftir hverja umferð í deildinni velur Fótbolti.net úrvalslið umferðarinnar og velur besta leikmanninn.

Leikmaður umferðarinnar:
Sam Hewson
Var maður leiksins er Þróttur var vann heimasigur gegn Ægi. Hinn 34 ára gamli Hewson stýrði spili Þróttara inn á miðsvæðinu og skoraði mark úr vítaspyrnu sem kom Þrótturum í forystu á 79. mínútu leiksins.



Ágúst Karel Magnússon er einnig í liðinu eftir að hafa spilað vel með Þrótti gegn Ægi.

Aron Birkir Stefánsson stóð vaktina vel í marki Þórs gegn Leikni, í 1-0 sigri. Þar var Valdimar Daði Sævarsson einnig öflugur fyrir Þórsara og gerði sigurmarkið.

Reynir Haraldsson var maður leiksins í sigri Fjölnis á Selfossi en Adrian Sanchez átti þar góðan leik í vörn Selfyssinga.

Aron Bjarki Jósepsson bjargaði stigi fyrir Gróttu gegn Vestra en þar var Daninn Mikkel Jakobsen góður í liði Vestra. Sóknarmaðurinn Marko Vardic er þá í liðinu eftir sigur Grindavíkur gegn Njarðvík í gærkvöldi en þar skoraði hann sigurmarkið.

Þá gerðu ÍA og Afturelding 1-1 jafntefli í gær. Rasmus Christiansen lék vel fyrir Aftureldingu í leiknum og Hlynur Sævar Jónsson stóð sig vel fyrir ÍA en hann gerði jöfnunarmarkið í lokin.

Lið umferðarinnar:
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner