Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fim 23. maí 2024 15:33
Elvar Geir Magnússon
Locatelli, Immobile og Verratti ekki í ítalska EM hópnum
Immobile átti slappt tímabil með Lazio.
Immobile átti slappt tímabil með Lazio.
Mynd: Getty Images
Luciano Spalletti.
Luciano Spalletti.
Mynd: EPA
Jorginho miðjumaður Arsenal og Guglielmo Vicario markvörður Tottenham hafa verið valdir í 30 manna leikmannahóp Ítalíu fyrir EM í Þýskalandi. Fjórir leikmenn munu síðan detta úr hópnum fyrir mótið og 26 fara í flugvélina.

Það er mikil spenna í ítölsku þjóðinni fyrir mótinu. Meðal annars vegna spennandi leikstíls landsliðsþjálfarans Luciano Spalletti og þar sem liðið var ekki með á HM í Katar.

Óvæntasta við hópinn er að Manuel Locatelli miðjumaður Juventus er ekki valinn en hann hefur spilað fjóra af átta leikjum Ítalíu undir Spalletti.

Þá eru Ciro Immobile sóknarmaður Lazio ekki valinn og ekki heldur miðjumaðurinn Marco Verratti sem gekk í raðir Al-Arabi í Katar frá Paris St-Germain í september.

Hinn 34 ára Immobile hefur átt slappt tímabil og aðeins skorað 11 mörk í 42 leikjum. Spalletti hefur ekki valið Verratti síðan hann tók við stjórnartaumunum í ágúst 2023.

Spalletti valdi Nigolo Fagioli í hópinn en þessi miðjumaður Juventus er nýkominn aftur til leiks eftir að hafa afplánað sjö mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum. Sóknarmaðurinn Gianluca Scamacca sem vann Evrópudeildina með Atalanta í gær er einnig valinn.

Ítalía er ríkjandi Evrópumeistari og verður að tilkynna 26 manna lokahóp sinn fyrir miðnætti 7. júní. Liðið er í riðli með Spánil, Króatíu og Albaníu á EM.

Markverðir: Gianluigi Donnarumma (Paris Saint-Germain), Alex Meret (Napoli), Ivan Provedel (Lazio), Guglielmo Vicario (Tottenham)

Varnarmenn: Francesco Acerbi (Inter Milan), Alessandro Bastoni (Inter Milan), Raoul Bellanova (Torino), Alessandro Buongiorno (Torino), Riccardo Calafiori (Bologna), Andrea Cambiaso (Juventus), Matteo Darmian (Inter Milan), Giovanni di Lorenzo (Napoli), Federico Dimarco (Inter Milan), Gianluca Mancini (Roma), Giorgio Scalvini (Atalanta)

Miðjumenn: Nicolo Barella (Inter Milan), Bryan Cristante (Roma), Nicolo Fagioli (Juventus), Michael Folorunsho (Verona), Davide Frattesi (Inter Milan), Jorginho (Arsenal), Lorenzo Pellegrini (Roma), Samuele Ricci (Torino)

Sóknarmenn: Federico Chiesa (Juventus), Stephan El Shaarawy (Roma), Riccardo Orsolini (Bologna), Giacomo Raspadori (Napoli), Mateo Retegui (Genoa), Gianluca Scamacca (Atalanta), Mattia Zaccagni (Lazio)
Athugasemdir
banner
banner
banner