Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. júlí 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Benzema með Covid-19
Karim Benzema.
Karim Benzema.
Mynd: EPA
Karim Benzema, sóknarmaður Real Madrid, hefur greinst með Covid-19.

Real Madrid greindi frá því í tilkynningu í morgun að franski landsliðsmaðurinn hafi fengið jákvæða niðurstöðu úr skimun eftir að hafa komið aftur úr stuttu sumarfríi.

Benzema var með Frakklandi á EM alls staðar.

Benzema mun missa af mikilvægum hluta undirbúningstímabilsins en Real Madrid er að fara að ferðast til Skotlands þar sem leikinn verður æfingaleikur gegn skoska liðinu Rangers á sunnudagskvöld.

Benzema ferðast að sjálfsögðu ekki með í verkefnið en hann er kominn í einangrun. Hann verður í einangrun þar til hann fær neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.

Real Madrid vonast til að eiga betra tímabil en síðast þegar liðið hafnaði í öðru sæti, á eftir erkifjendunum í Atletico Madrid sem unnu deildina. Þá var Real slegið út í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Chelsea sem stóð uppi sem sigurvegari.

Benzema skoraði 30 mörk í 46 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner