Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. júlí 2021 22:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dómararnir eiga skilið hrós - Flottar einkunnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dómgæslan hefur verið virkilega góð í Pepsi Max-deild karla í sumar. Það barst í tal í Innkastinu síðasta eftir að Elvar Geir Magnússon benti á að allir dómarar í 13. umferð deildarinnar hefðu fengið góða einkunn frá fréttariturum Fótbolta.net.

„Við höfum ekki talað neitt um umdeilt dómaraatvik í þessu hlaðvarpi. Ég var einmitt að skoða einkunnirnar. Ég held að enginn sé undir átta af dómurunum í þessari umferð," sagði Elvar Geir.

Fimm af sex dómurunum voru með átta eða hærra. Jóhann Ingi Jónsson, sem dæmdi leik ÍA og Vals, fékk sjö í einunn. Hefur dómgæslan ekki bara verið frábær í sumar?

„Þeir hafa ekki verið að klikka á stórum atriðum, oftast að mati hlutlausra. Það hafa komið leikir inn á milli sem hafa ekki verið frábærlega dæmdir en það er eðlilegt. Það hafa líka komið fótboltaleikir sem hafa alls ekki verið frábærir inn á milli. Heilt yfir hefur þetta verið í mjög fínu lagi," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

„Þetta er mjög 'solid'," sagði Tómas jafnframt en hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.

Það er stefnt á að byrja með viðtöl við dómara á Stöð 2 Sport á næstunni. Vonandi heldur dómgæslan áfram í sama fari.
Innkastið - Raggi lokar hringnum og Stjörnuhrap í Breiðholti
Athugasemdir
banner
banner
banner