Það vakti atygli í gær að Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, kom ekki við sögu í leik liðsins gegn FH. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði frá því í viðtali eftir leik að Arnór væri á leið í myndatöku.
Hann fór í myndatöku vegna mögulegs kviðslits í dag og fær líklega niðurstöðu úr því á næstunni.
Hann fór í myndatöku vegna mögulegs kviðslits í dag og fær líklega niðurstöðu úr því á næstunni.
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 ÍA
Rúnar Már Sigurjónsson glímir sömuleiðis við meiðsli. Hann var í liðsstjórninni í gær.
„Hann er að jafna sig á meiðslum aftan í læri og það styttist í hann," sagði Jón Þór.
Þjálfarinn var svo spurður út í markaðinn, er ÍA eitthvað að skoða?
„Við erum að skoða málin, alltaf að skoða og leitast eftir því að styrkja félagið og hópinn til framtíðar. Ég á von á því að það verðir einhverjar fréttir hjá okkur í vikunni," sagði Jón Þór. Áhugavert svar hjá þjálfaranum og verður að spennandi að fylgjast með hvað gerist í leikmannamálum ÍA.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir